Jón Sigurður Karlsson
Jón Sigurður Karlsson hefur starfað sem sálfræðingur lengst af sem ríkisstarfsmaður og í hlutastarfi á eigin stofu frá 1991 og í fullu starfi sem sjálfstætt starfandi kliniskur sálfræðingur, sérfræðingur í kliniskri sálfræði frá 2011.
Jón Sigurður vinnur með helstu vandamál fullorðna, kvíði, þunglyndi, handleiðsla, starfstengdur vandi, sjálfstraust svo eitthvað sé nefnt.
Hann vinnur líka margs konar greiningarvinnu: ADHD, Asperger, og flóknar greiningar. Þjónusta við aðra sálfræðinga varðandi
MMPI próf og skimpróf fyrir persónuleikaraskanir. Fjölbreyttar samtalsmeðferðir s.s. HAM+.
Jón Sigurður er með cand psych próf frá Kaupmannahöfn og cand oecon frá Háskóla Íslands, auk þess diplómu Í heilsuhagfræði og sérnám í hugrænni atferlismeðferð.
Jón Sigurður vinnur ekki lengur sem sálfræðingur á Íslandi en vinnur sem ADHD- og einhverfuráðgjafi, markþjálfi og viðskiptafræðingur.
Sjúklingatrygging hjá TM var í gildi frá 1 Janúar 2001 og lýkur í samræmi við lagabreytingar með sólarlagstryggingu sem rennur út 31 Desember 2025.
